Körfubolti

Sögulegir þristar Páls Axels | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Skallagríms, varð í kvöld fyrsti leikmaður í sögu úrvalsdeildar karla í körfubolta sem nær að skora þúsund þriggja stiga körfur.

Páll Axel, sem var með 998 þrista fyrir leikinn, smellti niður þúsundustu þriggja stiga körfunni í öðrum leikhluta. Hann endaði með fjóra slíkar í leiknum úr níu skotum en Skallagrímur varð að sætta sig við fimm stiga tap á móti Snæfelli, 88-83, í lokaleik þriðju umferðar Dominos-deildar karla.

Páll Axel skoraði fyrstu þriggja stiga körfu sína fyrir Grindavík 29. október 1995 eða fyrir rétt tæpum 19 árum. Hann hefur skorað þessar 1002 körfur í 388 leikjum, 863 þrista í 341 leik með Grindavík og 135 (+ í kvöld) þrista í 47 leikjum með Skallagrímsliðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×