Erlent

Er mjólk góð?

Mynd/Getty

Svo virðist sem mikil mjólkurdrykkja dragi ekki úr beinþynningu og líkum á beinbrotum, ef marka má nýja grein í hinu virta læknariti British Medical Journal. Rannsókn var framkvæmd í Svíþjóð og leiddi hún í ljós að konur sem drukku fleiri en þrjú mjólkurglös á dag voru í raun líklegri til þess að brjóta í sér beinin en þær sem drukku minna en þrjú glös.

Greinarhöfundar benda þó á að þeim hafi aðeins tekist að sýna fram á tengsl í þessu sambandi, ekki megi líta á niðurstöðurnar, sem sönnun fyrir því að mjólkurdrykkja orsaki beinlínis lélegri bein sem brotni frekar. Mjólkurdrykkja hefur um áratuga skeið verið sögð góð leið til að styrkja beinin, en erfiðlega hefur gengið að sanna slíkar fullyrðingar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.