Erlent

Um 100 látnir í aurskriðu á Sri Lanka

Atli Ísleifsson skrifar
Viðvaranir vegna mögulegra aurskriðna hafa nú verið gefnar út víða í landinu.
Viðvaranir vegna mögulegra aurskriðna hafa nú verið gefnar út víða í landinu. Vísir/AFP

Óttast er að allt að hundrað séu látir eftir að aurskriða féll á þorp á Sri Lanka í morgun. Talsmenn yfirvalda hafa staðfest að aurskriðan, sem orsakaðist af gríðarlegu úrhelli síðustu vikna, hafi fallið á 140 hús í Badulla-héraði.

Tíu lík hafa nú þegar fundist en björgunaraðgerðum hefur nú verið frestað yfir nótt. Auk myrkursins hefur óveður gert björgunarmönnum erfitt fyrir.

Aurskriðan féll á Meeriyabedda plantekrunni, nærri bænum Haldummulla, um 200 kílómetrum austur af höfuðborginni Colombo, í morgun.

Viðvaranir vegna mögulegra aurskriðna hafa nú verið gefnar út víða í landinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.