Erlent

Veitt Nóbelverðlaun fyrir GPS kerfi heilans

Samúel Karl Ólason skrifar
Edvard og May-Britt Moser.
Edvard og May-Britt Moser. Vísir/AFP
Vísindamennirnir John O´Keefe, May-Britt Moser og Edvard Moser fengu í dag Nóbelsverðlaun í læknavísindum fyrir að uppgötva staðsetningarkerfi heilans. „Þetta „innra GPS kerfi“ skýrir hvernig heilinn býr til kort af umhverfi okkar og hvernig við getum farið í gegnum flókið umhverfi,“ hefur AP fréttaveitan eftir verðlaunanefndinni.

Á morgun verða veitt verðlaun fyrir eðlisfræði og efnafræði á miðvikudaginn. Á fimmtudaginn verða svo veitt bókmenntaverðlaun Nóbels og friðarverðlaunin verða veitt á föstudaginn. Nóbelsverðlaun fyrir hagfræði verða svo veitt á mánudaginn eftir viku.





Hér má sjá tilkynningu frá Nóbelsnefndinni um verðlaunahafana: Edvard Moser útskýrir rannsóknir sínar:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×