Erlent

Nóbelsverðlaun fyrir vinnu sína með smásjár

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Vísindamennirnir Eric Betzig, William Moerner og Stefan Hell fá nóbelsverðlaunin fyrir efnafræði þetta árið. Verðlaunin unnu þeir fyrir vinnu þeirra með smásjár og hve smáa hluti sé hægt að sjá með þeim. Með aðferðum þeirra er hægt að skoða minni hluti en áður hefur verið hægt.

„Vinna þeirra hefur fært smásjár inn í nanóvíddina,“ segir í tilkynningu frá Nóbelsnefndinni.

Betzig og Moerner eru frá Bandaríkjunum og Stefan Hell er þýskur. Fyrir tveimur árum sagði Hell í viðtali að þrímenningarnir væru nálægt því að gefast upp á tilraunum sínum, þar sem þeim hefði ekki gengið vel að sannreyna kenningu sína. Þeir gáfust þó ekki upp tókst á endanum ætlunarverk sitt

Vinna þeirra gerir vísindamönnum kleyft að fylgjast með sérstökum sameindum innan fruma í rauntíma.

Á morgun verður tilkynnt hver hlýtur Nóbelsverðlaunin fyrir bókmenntir og sá sem fær friðarverðlaun Nóbels verður kynntur á föstudaginn. Viðtakandi verðlaunanna fyrir hagfræði verður kynntur á mánudaginn.

Verðlaunin verða svo afhent í desember.


Tengdar fréttir

Veitt Nóbelverðlaun fyrir GPS kerfi heilans

Vísindamennirnir John O´Keefe, May-Britt Moser og Edvard Moser fengu í dag Nóbelsverðlaun í læknavísindum fyrir að uppgötva staðsetningarkerfi heilans.

Fengu Nóbelsverðlaun fyrir LED ljós

Vísindamennirnir Isamu Akasaki, Hiroshi Amano og Shuji Nakamura fengu í dag Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir að uppgötva díóður sem gefa frá sér ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×