Fótbolti

Drengirnir mæta Dönum í umspilinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sverrir Ingi Ingason, fyrirliði U21 árs landsliðsins.
Sverrir Ingi Ingason, fyrirliði U21 árs landsliðsins. vísir/anton
Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs yngri mætir Danmörku í tveimur umspilsleikjum um sæti á EM 2015 í Tékklandi, en dregið var til umspilsins í Nyon í Sviss í dag.

Leikirnir verða spilaðir á milli 8. og 14. október, en Ísland spilar seinni leikinn á heimavelli sem verður að teljast þægilegt fyrir Eyjólf Sverrison og lærisveina hans.

Danir eru með virkilega gott lið, en þeir unnu 2. riðil örugglega með 26 stig. Þeir unnu átta leiki af tíu, gerðu tvö jafntefli og töpuðu ekki einum einasta leik. Þeir voru í riðli með Rússum, Slóvenum, Búlgörum, Eistum og Andorra-mönnum.

Ísland hafnaði í öðru sæti í 10. riðli með 16 stig á eftir Frökkum, en okkar drengir spiluðu tveimur leikjum færri en Danir.


Tengdar fréttir

Ekki búið að ákveða neitt með Jón Daða

Eyjólfur Sverrisson staðfesti við Vísi að óvíst væri hvort Jón Daði Böðvarsson myndi leika með A-landsliðinu eða U21 árs landsliðinu í næsta mánuði. Er þetta í annað skipti sem þetta gerist en síðast veitti KSÍ Eyjólfi heimild til þess að velja leikmenn úr A-landsliðinu enda hafði liðið fallið úr leik í undankeppninni á þeim tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×