Innlent

TF-SIF væntanleg síðdegis

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/vilhelm
Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF er nú á leið heim frá Sikiley á Ítalíu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni en Vísir greindi frá komu TF-SIF í gær.

Vélin hefur viðkomu til eldsneytistöku í Bretlandi og er væntanleg til landsins seinnipartinn í dag.

TF-SIF er búin ratsjám sem geta kortlagt yfirborð gosstöðvanna og Vatnajökuls. Vélin gerir vísindamönnum kleift að fylgjast með breytingum á yfirborði jökulsins og hraunflæði óháð skýjafari og birtu.

Búnaðurinn getur einnig kortlagt breytingar á mannvirkjum, svo sem vegum, brúm og rafmagnslínum sem hugsanlega geta orðið fyrir skemmdum vegna flóða.

Þá gerir vélin vísindamönnum unnt að fylgjast grannt með dreifingu og hæð öskustróks. Flugvélin er einnig búin hitamyndavél sem gagnast við að meta ástandið á svæðinu og þróun mála.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×