Innlent

Rannsókn á lekamálinu vel á veg komin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigríður J. Friðjónsdóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Sigríður J. Friðjónsdóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Vísir/Stefán
Það styttist í að meðferð ríkissaksóknara á lekamálinu ljúki. Þetta staðfestir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í svari til Vísis í dag.

Ríkissaksóknari fékk rannsóknargögn frá lögreglustjórnum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins þann 20. júní. Fjallað hefur verið ítarlega um málið í fjölmiðlum en málið varðar minnisblað sem lekið var úr innanríkisráðuneytinu til fjölmiðla er snertu málefni hælisleitandans Tony Omos í nóvember í fyrra.

Lögregla fór með rannsókn málsins en lögregla taldi sig hafa rökstuddan grun um að starfsmaður innanríkisráðuneytisins hefði lekið opinberum gögnum. Fangelsisrefsing er lögð við brotinu.

Rannsókn ríkissaksóknara snýr að því hvort að þörf sé á frekari rannsókn eða hvort henni sé lokið. Sé henni lokið verður tekin ákvörðun um ákæru og skiptir þá máli hvort að málið teljist líklegt til sakfellingar. Ef ekki verður málið sent aftur til lögreglu.


Tengdar fréttir

„Þetta er grafalvarlegt mál“

Formaður Samfylkingarinnar segir að það undirstriki mikilvægi lekamálsins að umboðsmaður vilji nánari skýringar.

Tvísýn staða Hönnu Birnu

Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×