Innlent

Handtekinn daglega í tvær vikur: „Því miður hefur ekki tekist að leysa úr vanda hans“

Bjarki Ármannsson skrifar
Kristján Ólafur segir lögreglu hafa leitað úrræða í heilbrigðis- og félagsþjónustunni.
Kristján Ólafur segir lögreglu hafa leitað úrræða í heilbrigðis- og félagsþjónustunni. Vísir/Aðsend/Hari
Lögregla kannar nú hvað hægt er að gera fyrir mann sem handtekinn hefur verið daglega undanfarnar tvær vikur í miðborg Reykjavíkur. Maðurinn er heimilislaus og hefur meðal annars verið handtekinn fyrir að panta máltíðir á veitingastöðum og neitað að borga og fyrir að valda ónæði á hótelum borgarinnar.

Óviðbúandi ástand

„Lögreglan hefur verið að leita úrræða fyrir manninn, bæði í heilbrigðisþjónustunni og félagsþjónustu,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, stöðvarstjóri á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. „Því miður hefur ekki tekist að leysa úr vanda hans.“

Maðurinn bíður nú yfirheyrslu og er mál hans er enn til skoðunar. Kristján segir að úrræði þurfi að finnast fyrir manninn.

„Ástand eins og þetta er ekki hægt að búa við, hvorki fyrir íbúa hér, yfirvöld eða hann sjálfan.“


Tengdar fréttir

Hótelhrappurinn í haldi

Maðurinn reyndist vera á stolnu reiðhjóli en undanfarnar tvær vikur hefur maðurinn verið handtekinn daglega fyrir þjófnaði og veitingasvik víðsvegar í miðborginni.

Handtekinn á hverri nóttu

Lögreglan þurfti að hafa afskipti af manni í nótt sem hefur verið staðinn að þjófnaði á hverri nóttu undanfarnar tvær vikur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×