Fótbolti

Hörður Björgvin til Cesena á láni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty

Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Juventus á Ítalíu, skrifaði í morgun undir eins árs lánssamning við ítalska úrvalsdeildarfélagið AC Cesena. Þetta staðfesti Hörður í viðtali á Fótbolti.net.

Hörður, sem er 21 árs gamall varnarmaður, gekk til liðs við Juventus frá Fram í byrjun árs 2011 á láni áður en Juventus keypti hann endanlega ári síðar.

Síðasta sumar keypti Spezia í Seríu B helmingshlut í Herði og lék hann 22 leiki með liðinu á síðustu leiktíð. Liðið komst í umspil upp á sæti í ítölsku úrvalsdeildarinnar en tapaði fyrir Modena í umspilinu.

AC Cesena lagði fram lánstilboð í Hörð á dögunum eftir að Juventus keypti helmingshlut Harðar frá Spezia og er leikmaðurinn nú hundrað prósent í eigu Juventus en verður á láni hjá Cesena í eitt ár.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.