„Úthugsað herbragð sem heppnaðist býsna vel“ Hjörtur Hjartarson skrifar 4. júní 2014 19:15 Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins telur að atburðarrásin í svokölluðu moskumáli hafi verið úthugsuð, bæði hjá oddvita flokksins í Reykjavík, sem og hjá núverandi formanni. Skortur á viðbrögðum megi túlka sem mikla stefnubreytingu hjá flokknum. Erfitt er að aðskilja uppgang Framsóknarflokksins í Reykjavík við ummæli oddvitans um að hún vildi afturkalla lóð múslima undir mosku, viku fyrir kosningar. Gróflega reiknað þrefaldaði flokkurinn fylgi sitt á þessum tíma og náði á endanum inn tveimur borgarfulltrúum.Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins telur flokkinn ekki vera í óvæntri né er hægt að segja að hann sé í vandræðum. „Ég á erfitt með að segja það því mér virðist þetta hafa verið vel undirbúið herbragð sem heppnaðist býsna vel í atkvæðatölum. Forsætisráðherra og formaður flokksins í raun og veru tekur undir með oddvita Framsóknarmanna í Reykjavík. Það er ekki hægt að skilja það öðruvísi,“ segir Jón. Jón telur að viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafi verið úthugsuð. „Ég get ekki skilið það öðruvísi. Hann hafði langan tíma til að undirbúa sig. Hann vissi af þessu máli með góðum fyrirvara. Þegar hann tjáir sig svo um þetta mál þá fyrst og fremst finnur hann að viðbrögðum annarra.“Miðstjórnafundur Framsóknarflokksins er á næsta leyti. Jón reiknar ekki með hörðum átökum þar. „Ég á ekki von á því. Ég held að flokksformaðurinn hafi mjög góðan stuðning í flokknum. Ég tel að menn séu mjög mótaðir af því að þetta hafi skilað atkvæðum og ég á ekki von á að þetta verði mjög umdeilt núna, ekki fyrr en kannski síðar.“ Jón starfaði lengi fyrir Framsóknarflokkinn og var formaður hans frá miðju ári 2006 fram yfir Alþingiskosningarnar, vorið 2007. „Þó að við höfðum verið þjóðrækilega sinnaðir og erum það ennþá og þjóðhyggjufólk, þá voru okkar viðhorf mjög ólík þessum viðhorfum. Ég tel að þetta séu mjög óheppileg og óæskileg sjónarmið sem hérna hafa komið fram. En ef engin viðbrögð við þessu þá er það býsna alvarlegt og mikil breyting á stefnu flokksins,“ sagði formaðurinn fyrrverandi. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins telur að atburðarrásin í svokölluðu moskumáli hafi verið úthugsuð, bæði hjá oddvita flokksins í Reykjavík, sem og hjá núverandi formanni. Skortur á viðbrögðum megi túlka sem mikla stefnubreytingu hjá flokknum. Erfitt er að aðskilja uppgang Framsóknarflokksins í Reykjavík við ummæli oddvitans um að hún vildi afturkalla lóð múslima undir mosku, viku fyrir kosningar. Gróflega reiknað þrefaldaði flokkurinn fylgi sitt á þessum tíma og náði á endanum inn tveimur borgarfulltrúum.Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins telur flokkinn ekki vera í óvæntri né er hægt að segja að hann sé í vandræðum. „Ég á erfitt með að segja það því mér virðist þetta hafa verið vel undirbúið herbragð sem heppnaðist býsna vel í atkvæðatölum. Forsætisráðherra og formaður flokksins í raun og veru tekur undir með oddvita Framsóknarmanna í Reykjavík. Það er ekki hægt að skilja það öðruvísi,“ segir Jón. Jón telur að viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafi verið úthugsuð. „Ég get ekki skilið það öðruvísi. Hann hafði langan tíma til að undirbúa sig. Hann vissi af þessu máli með góðum fyrirvara. Þegar hann tjáir sig svo um þetta mál þá fyrst og fremst finnur hann að viðbrögðum annarra.“Miðstjórnafundur Framsóknarflokksins er á næsta leyti. Jón reiknar ekki með hörðum átökum þar. „Ég á ekki von á því. Ég held að flokksformaðurinn hafi mjög góðan stuðning í flokknum. Ég tel að menn séu mjög mótaðir af því að þetta hafi skilað atkvæðum og ég á ekki von á að þetta verði mjög umdeilt núna, ekki fyrr en kannski síðar.“ Jón starfaði lengi fyrir Framsóknarflokkinn og var formaður hans frá miðju ári 2006 fram yfir Alþingiskosningarnar, vorið 2007. „Þó að við höfðum verið þjóðrækilega sinnaðir og erum það ennþá og þjóðhyggjufólk, þá voru okkar viðhorf mjög ólík þessum viðhorfum. Ég tel að þetta séu mjög óheppileg og óæskileg sjónarmið sem hérna hafa komið fram. En ef engin viðbrögð við þessu þá er það býsna alvarlegt og mikil breyting á stefnu flokksins,“ sagði formaðurinn fyrrverandi.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira