Innlent

Ella Dís er látin

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Ella Dís Laurens lést í kvöld á heimili sínu eftir að hafa verið komin af sjúkrahúsi og heim til sín í síðustu viku.

Hún var átta ára gömul og hefur þurft að kljást við mikil veikindi frá unga aldri. Hún var greind með Brown Bialetto Van Leare Syndrome.

„Elsku hetjan mín fékk vængina sína i dag og er á meðal englanna. Hennar kærleikur og barátta snerti marga og er ég svo þakklát að hafa átt svona hetju sem sýndi mér hvað lífið virkilega snýst um!,“ skrifaði Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar á Facebook í kvöld.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×