Erlent

Dæmd til dauða komin átta mánuði á leið

Samúel Karl Ólason skrifar
Konur í Súdan búa ekki við mikil réttindi.
Konur í Súdan búa ekki við mikil réttindi.
Dómstólar í Súdan hafa dæmt 27 ára konu sem er komin átta mánuði á leið til dauða fyrir að afsala Íslam. Konan mun vera kristin en rétturinn lítur á hana sem múslima. Hún hefur einnig verið dæmd til að hljóta fjölda svipuhögga.

Frá þessu er sagt á vef CNN.

Meriam Yehya Ibrahim var einnig sakfeld fyrir hjúskaparbrot, því hjónaband hennar við kristin mann er ekki tekið gilt í Súdan. Fyrir það brot var hún dæmd til að hljóta hundrað svipuhögg. Hún situr nú í fangelsi ásamt 20 mánaða gömlum syni sínum samkvæmt Amnesty International.

Í gömlum álíka málum í Súdan

Mannréttindasamtök lýsi máli hennar á þá vegu að faðir hennar hafi verið Súdanskur múslimi og móðir hennar hafi verið frá Eþíópíu og í rétttrúnaðarkirkjunni. Faðir hennar yfirgaf þær þegar Meriam var sex ára og eftir það var hún alin upp sem kristin.

Dómstóllinn leit þó á hana sem Íslamtrúar því faðir hennar er þeirrar trúar.

„Sú staðreynd að kona geti verið dæmd til dauða fyrir trú hennar, og til hýðingar fyrir að vera gift manni sem aðhyllist önnur trúarbrögð er andstyggilegt og ætti ekki að vera hugsanlegt,“ segir Manar Idriss, frá Amnesty International.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×