Innlent

Ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Matthías

Stefán Árni Pálsson skrifar
Matthías Máni Erlingsson.
Matthías Máni Erlingsson.

Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa sunnudaginn 15. september 2013, í útivistargarði fangelsisins Litla-Hrauni, veist í félagi með ofbeldi að Matthíasi Mána Erlingssyni samfanga sínum, slegið og sparkað ítrekað í höfuð hans og líkama.



Atvikið náðist á myndband en árásarmennirnir munu hafa greitt Matthíasi ótal högg í andlit og höfuð og meðal annars notað lás til verksins. Matthías missti meðvitund, skarst í andliti og var fluttur alblóðugur á spítala.



Annar árásarmannanna var Baldur Kolbeinsson, 24 ára síbrotamaður sem hefur hlotið fjölda refsidóma frá því að hann var tæplega sautján ára. Hinn árásamaðurinn heitur Eggert Kári Kristjánsson og er 22 ára.



Brotið telst varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga en ríkissaksóknari hefur krafist þess að ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×