Erlent

Leit að flugvélaflakinu hefst á ný

Jakob Bjarnar skrifar
Mynd sem ástralska varnarmálaráðuneytið sendi frá sér í morgun, þegar leit hófst á ný.
Mynd sem ástralska varnarmálaráðuneytið sendi frá sér í morgun, þegar leit hófst á ný. ap
Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir að nú verði allt lagt í leit að flugvél Malaysíska flugfélagsins, sem hafði flugnúmer MH370.

Leit var frestað í gær þar sem afar slæmt veður var yfir Indlandshafi en veðuraðstæður hafa nú skánað mjög. Tólf flugvélar frá áströlsku strandgæslunni munu leita í dag en eins og ítrekað hefur komið fram hvarf flugvélin þann 8. mars á leið frá Kuala Lumpur til Beijing með 239 manns um borð. Abbott segir yfirvöld skulda fjölskyldum þeirra og heiminum það að gátan um hvarf vélarinnar verði leyst og brak hennar finnist. Það er þó meira en segja það, yfir gríðarlega mikið svæði og afskekkt er að fara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×