Lífið

Svala Björgvins sjóðheit í Kali

Marín Manda skrifar
Mynd/ Egill Mega Einarsson

Svala Björgvinsdóttir hefur í nógu að snúast í LA um þessar mundir þar sem hún býr með eiginmanni sínum Einari Egilssyni. Hjónin eru saman í  hljómsveitinni Steed Lord en einnig hannar hún flíkur undir nafninu Kali. 

Svala hefur lengi haft ástríðu fyrir tísku og fatahönnun og  hennar önnur fatalína verður fáanleg innan fárra vikna í netversluninni Lastashop.com. Eiginmaðurinn tók myndirnar af Svölu. 

Innblástur fyrir Kali að þessu sinni var fengin úr kvikmyndinni, The Hunger með Susan Sarandon og Catherine Deneuve en einnig úr kvikmyndinni, Tank Girl með Lori Petty.

Svala segir að þrátt fyrir að þessar tvær kvikmyndir séu ólíkar þá hafi þær báðar hjálpað henni í hugmyndavinnunni í hönnunarferlinu.

Elli Egilsson bróðir Einars er grafískur hönnuður en hann tók einnig þátt í ferlinu og teiknaði grafíkina á peysurnar í línunni. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.