Sport

Norðmaður í forystu eftir brunið í alpatvíkeppni karla

Jansrud á flugi í bruninu í morgun.
Jansrud á flugi í bruninu í morgun. Vísir/Getty
Kjetil Jansrud frá Noregi er í forystu í alpatvíkeppni karla í Sotsjí eftir brunið í morgun.

Jansrud straujaði niður brekkuna á 1:53,24 mínútum, 14/100 á undan Tékkanum Ondrej Bank sem best hefur náð 6. sæti í þessari grein á Vetrarólympíuleikum.

Nýkrýndur heimsmeistari í bruni, Austurríkismaðurinn Matthias Mayer, náði þriðja besta tímanum en hann kom í mark á 1:53,61 mínútu.

Norðmaðurinn Aksel Lund Svindal, sem líklegur er til afreka í dag, er í 6. sæti eftir brunið. Íslandsvinurinn Ivica Kostelic kemur þar á eftir og ríkjandi Ólympíumeistari, Bode Miller frá Bandaríkjunum, er 12. eftir brunið, tæpri einni og hálfri sekúndu á eftir Jansrud.

Næst keppa strákarnir í svigi en samanlagður tími úr bruni og svigi telur til sigurs í alpatvíkeppni.

Hún verður að sjálfsögðu í beinni hér á Vísi en útsendinguna má nálgast hér.


Tengdar fréttir

Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 7

Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en sjöundi keppnisdagur leikanna er í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×