Lífið

3000 manns sóttu Sónar Reykjavík í gær - MYNDIR

Högni Egilsson
Högni Egilsson MYND/Aníta Eldjárn
„Það var gríðarlega góð stemning á fyrsta kvöldinu sem var í gær. GusGus spiluðu nýtt efni, Good Moon Deer slógu í gegn og það var biðröð inn í Kaldaljós allt kvöldið,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, einn aðstandenda Sónar Reykjavík, sem nú er í fullum gangi.

„Högni Egilsson frumflutti nýtt efni í gær, undir nafninu HE, með stæl,“ segir Steinþór jafnframt, en um það bil 3000 gestir sóttu hátíðina í gær og búist er við fleiri í kvöld og á morgun, en ferðamenn streyma nú til landsins í stórum stíl á Sónar.

Nokkuð hefur verið um afskipti lögreglu vegna sölu eiturlyfja á hátíðinni. Aðspurður segir Steinþór aðstandendur hátíðarinnar vera í góðu samstarfi við lögregluna.

„Sala á ólöglegum eiturlyfjum mun ekki líðast á hátíðinni,“ segir Steinþór.

MYND/Aníta Eldjárn
MYND/Aníta Eldjárn
MYND/Aníta Eldjárn
MYND/Aníta Eldjárn
MYND/Aníta Eldjárn





Fleiri fréttir

Sjá meira


×