Sport

Vanessa-Mae brosti út að eyrum þrátt fyrir að vera síðust | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vanessa Vanakorn, skíðakona frá Tælandi en betur þekkt sem tónlistakonan, Vanessa-Mae er meðal keppenda í stórsviginu á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi og hún kláraði fyrri ferðina í morgun.

Vanessa-Mae kom í mark í 74. sæti en seinni ferðina er síðan síðar í dag. „Ég byrjaði að æfa fyrir aðeins sex mánuðum og hef því mjög takmarkaða reynslu. Ég er því bara svo ánægð að hafa klárað," sagði Vanessa-Mae við BBC.

Vanessa-Mae varð í 74. og síðasta sæti af þeim sem kláruðu brautina. Hún varð 26,98 sekúndum á eftir Tinu Maze sem er í forystu.

„Þetta var svolítið rokk og ról og þrisvar sinnum keyrði ég næstum því út úr brautinni. Ég er ánægð með þetta," sagði Vanessa-Mae sem grínaðist aðeins í lok viðtalsins.

„Ég ólst upp í London þannig að ég er hrædd um að hafa komið með veðrið með mér," sagði Mae en það hefur verið rigning í Sotsjí í morgun. Vanessa-Mae hefur selt yfir tíu milljónir platna á tónlistarferli sínum.

Það er hægt að sjá ferðina hjá Vanessu Mae í myndbandinu hér fyrir ofan. Ferðin hennar byrjar eftir 1:14 en á undan má sjá báðar íslensku stelpurnar klára brautina.

Vísir/AFP
Vísir/AFP



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×