Íslenski boltinn

Víkingar semja við ungan Skota

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Harry Monaghan, t.h., spilar í Pepsi-deildinni í sumar.
Harry Monaghan, t.h., spilar í Pepsi-deildinni í sumar. Vísir/Getty
Víkingar úr Reykjavík hafa fengið liðsstyrk fyrir átökin í Pepsi-deildinni í sumar.

Nýliðarnir eru búnir að ganga frá samningi við HarryMonaghan, tvítugan Skota sem semur til eins árs við liðið.

Hann er fæddur í Glasgow en uppalinn hjá Hibernian í Edinborg og spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði Hibs fyrir tveimur árum.

Monaghan var síðast á mála hjá Clyde í 2. deildinni í Skotlandi en hann kemur til Íslands síðar í dag.

Skotinn ungi var á reynslu hjá Víkingum fyrr á árinu og þótti standa sig vel. Hann er fimmti leikmaðurinn sem Víkingar fá til sín í vetur.

Enski varnarmaðurinn AlanLowing kemur einnig til landsins í dag en hann gekk í raðir Víkings frá Fram eftir síðasta tímabil. Þá kom serbneski miðjumaðurinn IgorTaskovic einnig til Íslands í gær.


Tengdar fréttir

Pepsi-deildin byrjar á sunnudegi og endar 4. október

KSÍ hefur sett inn drög að leikdögum í Pepsi-deild karla fyrir næsta sumar en fyrsta umferðin fer fram eftir 93 daga. Á heimasíðu sambandsins má sjá fyrstu drög af leikjaplani sumarsins.

Taskovic áfram hjá Víkingum

Knattspyrnudeild Víkings hefur komist að samkomulagi við Igor Taskovic um að hann leiki með Víkingi næsta sumar.

Alan Lowing samdi við Víking

Víkingur Reykjavík hefur samið við varnarmanninn Alan Lowing og mun hann spila með nýliðunum á næsta tímabili en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Víkingum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×