Erlent

Meðlimir Pussy Riot beittir ofbeldi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar

Ráðist var á meðlimi kvenhljómsveitarinnar Pussy Riot í miðbæ Sotsjí af öryggissveit Kósakka.

Hljómsveitarmeðlimirnir gáfu nýlega út lag sem heitir „Putin will teach us to love our homeland“ eða  „Pútín mun kenna okkur að elska föðurlandið“.

Konurnar voru staddar í miðbæ Sotsjí, þar sem Vetrarólympíuleikarnir fara nú fram og sungu lagið fyrir almenning. Öryggissveit Kósakka var á svæðinu og réðust á konurnar með svipum og táragasi.

Fyrrum meðlimum hljómsveitarinnar, Mariu Alyokhina og Nadezhdu Tolokonnikova, var nýlega sleppt úr fangelsi en þær gerðust sekar fyrir að stofna til óeirða í kapellu í Moskvu og vöktu þær athygli um allan heim.


Myndbandið er nokkuð sláandi, en hægt er að sjá það hér. Fleiri fréttir

Sjá meira