Fasteignaverð og verð á leiguhúsnæði helsta ógn verðstöðugleika Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2014 15:39 Íbúðir og húsaleiga hafi hækkað mikið undanfarin misseri sem hefur mikil áhrif á verðbólguna. Vísir/Vilhelm „Þróun fasteignaverðs og verðs á leiguhúsnæði er helsta ógnunin við markmið um verðstöðugleika á Íslandi á þessu ári og brýnt að stjórnvöld bregðist við því.“ Þetta segir í frétt á vef Samtaka atvinnulífsins. Í janúar 2014 var verðbólgan á Íslandi 3,1% miðað við hækkun vísitölu neysluverðs síðustu 12 mánuði. SA segir að í næsta mánuði sé næstum öruggt að verðbólgan verði komin undir 2,5% markmið Seðlabankans því þá falli mikil hækkun vísitölunnar í febrúar 2013 út úr 12 mánaða viðmiðuninni. Íbúðir og húsaleiga hafi hækkað mikið undanfarin misseri sem hefur mikil áhrif á verðbólguna eins og hún er mæld. Reiknuð húsaleiga eigin fasteigna hefur nú 13,7% vægi í vísitölunni og greidd húsalega 4,3%, þannig að húsaleiga vegur samtals um 18%. Reiknuð húsaleiga hækkaði um 8,8% síðustu 12 mánuði og greidd húsaleiga um 7,8% þannig að samanvegið hækkaði húsaleiga um 8,6%. Húsaleiga hafði þannig 1,5% áhrif (18% vægi, 8,8% hækkun) á þá 3,1% verðbólgu sem var síðustu 12 mánuði og aðrir liðir 1,6%. „Þegar næsta mæling verðbólgunnar í lok febrúar næstkomandi liggur fyrir mun verðbólgan líklega verða á bilinu 2,0-2,5%. Jafnframt má gera ráð fyrir að húsaleiga verði áfram í 8,5% árstakti hækkunar. Þá verður staðan sú að af 2,0-2,5% verðbólgu stendur húsnæði fyrir 1,5% af þeirri hækkun, eða um tveimur þriðju hlutum verðbólgunnar,“ segir SA. Á Norðurlöndum utan Íslands er verðbólgan á bilinu 0-2%. Húsaleigan vegur minnst í Noregi, 16%, í vísitölu neysluverðs en mest í Svíþjóð, 23%. Vægi Íslands er í neðri kanti með 18% og Danmörk í hærri kanti með 21%. Verðhækkun húsaleiguliðarins hefur engin verið í Svíþjóð síðustu 12 mánuði en á bilinu 2-3% í Noregi og Danmörku. Áhrif húsaleigu á verðbólguna í þessum löndum er samkvæmt ofangreindu á bilinu 0-0,5%, samanborið við 1,5% á Íslandi. SA segir stjórnvöld geta brugðist við þeirri ógn sem verðstöðugleika á Íslandi stafar af þróun fasteigna- og húsaleigumarkaðar. Samtökin hafa beint á leiðir til varanlegra umbóta á fasteignamarkaði sem snúa að lóðaverði, byggingareglugerð og fjármagnskostnaði. Skemmri tíma aðgerðir gætu falist í því að hraða sölu og útleigu íbúða í umsjá Íbúðalánasjóðs. Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
„Þróun fasteignaverðs og verðs á leiguhúsnæði er helsta ógnunin við markmið um verðstöðugleika á Íslandi á þessu ári og brýnt að stjórnvöld bregðist við því.“ Þetta segir í frétt á vef Samtaka atvinnulífsins. Í janúar 2014 var verðbólgan á Íslandi 3,1% miðað við hækkun vísitölu neysluverðs síðustu 12 mánuði. SA segir að í næsta mánuði sé næstum öruggt að verðbólgan verði komin undir 2,5% markmið Seðlabankans því þá falli mikil hækkun vísitölunnar í febrúar 2013 út úr 12 mánaða viðmiðuninni. Íbúðir og húsaleiga hafi hækkað mikið undanfarin misseri sem hefur mikil áhrif á verðbólguna eins og hún er mæld. Reiknuð húsaleiga eigin fasteigna hefur nú 13,7% vægi í vísitölunni og greidd húsalega 4,3%, þannig að húsaleiga vegur samtals um 18%. Reiknuð húsaleiga hækkaði um 8,8% síðustu 12 mánuði og greidd húsaleiga um 7,8% þannig að samanvegið hækkaði húsaleiga um 8,6%. Húsaleiga hafði þannig 1,5% áhrif (18% vægi, 8,8% hækkun) á þá 3,1% verðbólgu sem var síðustu 12 mánuði og aðrir liðir 1,6%. „Þegar næsta mæling verðbólgunnar í lok febrúar næstkomandi liggur fyrir mun verðbólgan líklega verða á bilinu 2,0-2,5%. Jafnframt má gera ráð fyrir að húsaleiga verði áfram í 8,5% árstakti hækkunar. Þá verður staðan sú að af 2,0-2,5% verðbólgu stendur húsnæði fyrir 1,5% af þeirri hækkun, eða um tveimur þriðju hlutum verðbólgunnar,“ segir SA. Á Norðurlöndum utan Íslands er verðbólgan á bilinu 0-2%. Húsaleigan vegur minnst í Noregi, 16%, í vísitölu neysluverðs en mest í Svíþjóð, 23%. Vægi Íslands er í neðri kanti með 18% og Danmörk í hærri kanti með 21%. Verðhækkun húsaleiguliðarins hefur engin verið í Svíþjóð síðustu 12 mánuði en á bilinu 2-3% í Noregi og Danmörku. Áhrif húsaleigu á verðbólguna í þessum löndum er samkvæmt ofangreindu á bilinu 0-0,5%, samanborið við 1,5% á Íslandi. SA segir stjórnvöld geta brugðist við þeirri ógn sem verðstöðugleika á Íslandi stafar af þróun fasteigna- og húsaleigumarkaðar. Samtökin hafa beint á leiðir til varanlegra umbóta á fasteignamarkaði sem snúa að lóðaverði, byggingareglugerð og fjármagnskostnaði. Skemmri tíma aðgerðir gætu falist í því að hraða sölu og útleigu íbúða í umsjá Íbúðalánasjóðs.
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira