Innlent

Stokkseyrarmálið fyrir héraðsdómi: „Þetta voru bara pyntingar“

Jóhannes Stefánsson skrifar
Stefán Logi Sívarsson, ræðir hér við lögmann sinn. Stefán Blackburn situr við hliðs hans í svörtum bol.
Stefán Logi Sívarsson, ræðir hér við lögmann sinn. Stefán Blackburn situr við hliðs hans í svörtum bol. Vísir/GVA
„Menn voru að nota stera og eru bara klikkaðir á þessum efnum. Þetta var sterageðveiki í gangi,“ sagði Sívar Sturla Bragason, faðir Stefáns Loga Sívarssonar, fyrir dómi í dag. Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu heldur áfram í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Auk Stefáns Loga eru Stefán Blackburn, Davíð Freyr Magnússon, Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson ákærðir í málinu fyrir frelsissviptingar og hrottalegar líkamsárásir. 

Ákærðu voru í upphafi þinghalds leiddir inn í járnum en þeir huldu ekki andlit sín frekar enn í fyrri þinghöldum.

Dómurinn er fjölskipaður en þinghaldið hófst á framburði vitnisins Sívars Sturlu Bragasonar. Hann lýsti því að ákærðu hefðu verið búnir að neyta fíkniefna og stera í marga daga.

Í málflutningi saksóknara komu fram hrikalegar lýsingar af atburðum. „Hann var kýldur í andlitið, laminn með stórri kylfu í hnéskelina, handarbak og gagnauga og stunginn með hníf og skrúfjárni nokkrum sinnum," sagði saksóknari. Þá lýsti hann því hvernig annar brotaþola var ítrekað stunginn ofan í höfuðið með skrúfjárni og sprautunálum um líkamann.

Saksóknari segir ákærðu hafa passað að valda sem mestum sársauka, án þess að slasa  um of með hverri stungu og höggi. „Þetta voru bara pyntingar, það var það sem var í gangi,“ segir hann í málflutningsræðu sinni.


Tengdar fréttir

Enn einn í varðhald vegna grófra árása

Sjö manns hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á nokkrum hrottafengnum líkamsárásarmálum. Tveimur þeirra hefur verið sleppt. Ekki útilokað að fleiri verði handteknir. Eldfimum vökva var skvett á eitt fórnarlambið og eldur borinn að.

Einn hinna grunuðu stakk af til Danmerkur

Lögreglan handtók á dögunum enn einn mann, grunaðan um aðild að líkamsárásarmálinu sem kennt hefur verið við Stefán Loga Sívarsson og Stokkseyri. Hann kom til Íslands í lögreglufylgd eftir að hafa stungið af til Danmerkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×