Innlent

Telja alvarlega ágalla á ákæru

Jóhannes Stefánsson skrifar
Einn sakborninga í málinu ásamt lögmanni sínum.
Einn sakborninga í málinu ásamt lögmanni sínum. vísir/gva
Verjendur ákærðu í Stokkseyrarmálinu telja að mistök við gerð ákærðu eigi að leiða til frávísunar eða sýknu. Þeir segja mistökin lýsa sér á þann veg að í ákæru sé hvergi tekið fram að ákærðu séu ákærðir fyrir það sem þeim er gefið að sök í félagi við hvorn annan. Vegna þessa, og þeirrar staðreyndar að það sé ekki nákvæmlega tilgreint hvað hver og einn þeirra gerði í sumum ákæruliðum, sé ákæran haldin alvarlegum ágalla.

Verjendurnir segja að þannig sé ómögulegt fyrir þá að átta sig með fullnægjandi hætti á því hvað hverjum og einum hinna ákærðu er gefið að sök, sem geri þeim erfitt fyrir að átta sig á fyrir hvað nákvæmlega umbjóðendur þeirra eru ákærðir hvor um sig. Vegna þess sé erfiðara en ella að koma að vörnum í málinu.

Þeir telja þetta ýmist eiga að leiða til frávísunar eða sýknu í málinu.

Dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur hafði orð á þessu við saksóknara og spurði: „Af hverju er það ekki tekið fram í ákæru að þeir séu ákærðir fyrir samverknað?" Ríkissaksóknari svaraði því til að „það ræðst af atvikum máls hvort um sé að ræða samverknað eða ekki." Saksóknari telur ekki þurfa að taka fram sérstaklega hvort ákært sé fyrir samverknað, til dæmis með að segja að ákærðu hafi framið brotin í félagi við hvorn annan.


Tengdar fréttir

Stokkseyrarmálið: Fórnarlambið sveipað plasti

Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu hélt áfram í dag. Faðir Stefáns Loga Sívarssonar bar vitni sem og húsráðandi á Stokkseyri. Þá var spiluð skýrslutaka af vitni sem lést áður en aðalmeðferðin hófst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×