Handbolti

Aron: Klúðruðum fimm hundrað prósent færum í seinni hálfleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins.
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins. Mynd/Daníel
Íslenska landsliðið tapaði með fimm marka mun á móti heimsmeisturum Spánverja í lokaleik sínum í B-riðli á EM í handbolta í Danmörku. Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson talaði eftir leikinn um dauðafærin sem fóru forgörðum í seinni hálfleiknum.

„Þetta var hörkuleikur og liðin skiptust á að hafa forystuna. Við klúðrum fimm hundrað prósent færum í seinni hálfleik og svo fáum við ekki víti og tvær mínútur en þeir eru að fá víti og tvær mínútur hinum megin. Við erum líka að láta reka okkur klaufalega á tímabili í seinni hálfleik og það gerir það að verkum að þeir ná nokkra marka forskoti,"sagði Aron Kristjánsson í samtali við Einar Örn Jónsson í útsendingu Sjónvarpsins eftir leikinn á móti Spánverjum í kvöld.

„Þetta var leikur allt þar til að tvær mínútur voru eftir en við tökum smá áhættu í lokin og þá koma þeir þessu upp í fimm mörk," sagði Aron.

„Þeir eru með góða leikmenn í öllum stöðum og tvöfalda uppstillingu. Þetta eru ríkjandi heimsmeistarar en okkur fannst við eiga möguleika á að taka þá í þessum leik. Það þurfti ekki mikið til bara að skora úr þessum dauðafærum," sagði Aron.




Tengdar fréttir

Björgvin Páll: Þeir kunna að vinna svona leiki

Íslenska landsliðið tapaði með fimm marka mun á móti heimsmeisturum Spánverja í lokaleik sínum í B-riðli á EM í handbolta í Danmörku. Björgvin Páll Gústavsson átti mjög góðan leik í íslenska markinu en það dugði ekki til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×