Handbolti

Guðjón: Erum að spila frábærlega

Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar
Guðjón átti frábæran leik og klúðraði ekki skoti.
Guðjón átti frábæran leik og klúðraði ekki skoti. vísir/daníel
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var nokkuð jákvæður eftir tapið gegn Spánverjum enda lék íslenska liðið nokkuð vel og átti í fullu tré við heimsmeistarana nær allan leikinn.

„Lokatölurnar gefa náttúrulega ekki alveg rétta mynd af leiknum. Við erum helvíti nálægt þessu og að spila frábærlega,“ sagði Guðjón Valur.

„Við fórum illa að ráði okkar er við komumst yfir. Það er hægt að afsaka það á ýmsan hátt en við erum að spila við heimsmeistarana og ég vil ekkert afsaka neitt. Ég er fáranlega ánægður með marga hluti í dag en auðvitað er gríðarlega svekkjandi að fá ekki meira út úr þessum leik.“

„Maður sér hvað þeir sterkir er þeir skjóta alveg fáranlega fast þegar verið er að brjóta á þeim. Það er ekki hægt að segja að mikið hafi vantað. Við áttum góðan leik.“

Fyrirliðinn er ánægður með riðlakeppnina þar sem mikið hefur gengið á.

„Ég er mjög sáttur. Við tókum Norðmenn sannfærandi, stóðum í Spánverjum og gerðum svekkjandi jafntefli við Ungverja. Við erum á góðu róli og erum að gera margt mjög vel.“


Tengdar fréttir

Björgvin Páll: Þeir kunna að vinna svona leiki

Íslenska landsliðið tapaði með fimm marka mun á móti heimsmeisturum Spánverja í lokaleik sínum í B-riðli á EM í handbolta í Danmörku. Björgvin Páll Gústavsson átti mjög góðan leik í íslenska markinu en það dugði ekki til.

Aron: Klúðruðum fimm hundrað prósent færum í seinni hálfleik

Íslenska landsliðið tapaði með fimm marka mun á móti heimsmeisturum Spánverja í lokaleik sínum í B-riðli á EM í handbolta í Danmörku. Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson talaði eftir leikinn um dauðafærin sem fóru forgörðum í seinni hálfleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×