Handbolti

Snorri: Ég mun verja frá Mikkel Hansen

Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar
Snorri var ekki fjarri því að verja í dag.
Snorri var ekki fjarri því að verja í dag. vísir/daníel
"Eins og við var að búast var þetta erfitt. Við erum inn honum lengi og þetta var hörkuleikur. Við komumst í góða stöðu en áttum þá slæman kafla. Svo er hrikalega dýrt að vera manni færri. Þeir kunna að nýta sér það í botn," sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir tapið gegn Spáni.

Forskot Íslands í leiknum hvarf fljótt í tvígang. Blóðugt þegar Ísland komst í fína stöðu.

"Það eru nokkrar lélegar ákvarðanir og svo erum við í vandræðum manni færri. Þeir eru síðan það góðir að þeir gefa ekki eftir svona forskot í lokin."

Snorri er nokkuð ánægður með frammistöðu liðsins í riðlakeppninni.

"Ég er auðvitað svekktur með að tapa núna því það var möguleiki á að fara í milliriðilinn með fjögur stig. Það hefði óneitanlega gert hann skemmtilegri. Það var samt margt gott í þessu hjá okkur."

Snorri varð að bregða sér í markið í annað sinn á mótinu og aftur tókst honum ekki að verja.

"Ég var í honum núna. Eigum við ekki að segja að ég taki eitt skot frá Mikkel Hansen," sagði Snorri og glotti.


Tengdar fréttir

Guðjón: Erum að spila frábærlega

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var nokkuð jákvæður eftir tapið gegn Spánverjum enda lék íslenska liðið nokkuð vel og átti í fullu tré við heimsmeistarana nær allan leikinn.

Björgvin Páll: Þeir kunna að vinna svona leiki

Íslenska landsliðið tapaði með fimm marka mun á móti heimsmeisturum Spánverja í lokaleik sínum í B-riðli á EM í handbolta í Danmörku. Björgvin Páll Gústavsson átti mjög góðan leik í íslenska markinu en það dugði ekki til.

Aron: Klúðruðum fimm hundrað prósent færum í seinni hálfleik

Íslenska landsliðið tapaði með fimm marka mun á móti heimsmeisturum Spánverja í lokaleik sínum í B-riðli á EM í handbolta í Danmörku. Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson talaði eftir leikinn um dauðafærin sem fóru forgörðum í seinni hálfleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×