Lífið

Óhefðbundin jólaplata

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Sigríður Thorlacius sendir frá sér plötuna Jólakveðja.
Sigríður Thorlacius sendir frá sér plötuna Jólakveðja. fréttablaðið/daníel
„Þetta eru allt saman ný lög við gömul jólaljóð þar sem yrkisefnið er ljós og kerti og friður, en ekki jólasveinar og jólapakkar,“ segir Sigríður Thorlacius söngkona, sem hefur sent frá sér nýja jólaplötu.

Lögin á plötunni eru samin af Guðmundi Óskari Guðmundssyni bassaleikara og Bjarna Frímanni Bjarnasyni, píanó- og fiðluleikara. Auk þeirra leika þeir Ómar Guðjónsson gítarleikari og Helgi Svavar Helgason trommuleikari á plötunni.

Textarnir á plötunni spanna nokkuð langt tímabil, þeir elstu eiga rætur sínar að rekja til aldamótanna 1900 en þeir yngstu ná allt til aldamótanna 2000. Á meðal þeirra skálda sem eiga ljóð á plötunni eru Jóhannes úr Kötlum og Jakobína Sigurðardóttir.

Platan, sem heitir Jólakveðja, er ekki hin dæmigerða jólaplata því lítið er um jólabjöllur og jólahljóð. „Þetta er í raun plata sem gæti verið spiluð allt árið um kring en það er samt hátíðarbragur yfir henni,“ bætir Sigríður við að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×