Segir "galið“ að forgangsraða í þágu eftirlitsiðnaðar Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 9. september 2013 07:00 Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður telur að eftirlitsiðnaðurinn hafi vaxið úr hófi fram á síðasta kjörtímabili. Framlög til Umboðsmanns skuldara voru rúmlega 1,1 milljarður króna á síðasta ári. Fréttablaðið/Vilhelm „Að forgangsraða í þágu eftirlitsiðnaðarins er röng forgangsröðun. Forgangsröðunin hjá ríkinu var galin í tíð fyrri ríkisstjórnar.“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og varaformaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Guðlaugur Þór hefur látið taka saman heildarfjárframlög til eftirlitsstofnana ríkisins á síðasta kjörtímabili. Inni í tölunum eru bæði sértekjur viðkomandi stofnunar séu þær til staðar og þeir fjármunir sem hún fær frá ríkinu. Þar kemur fram að eftirlitsstofnanir ríkisins kostuðu 8,5 milljarða króna árið 2008 fjórum árum síðar hafði upphæðin hækkað í rúma 11,6 milljarða, eða um 37 prósent. Af einstökum stofnunum má nefna að útvarpsréttarnefnd sem varð fjölmiðlanefnd fékk 17,5 milljónir í upphafi kjörtímabilsins en í lok þess voru heildarframlögin orðin 38,5 milljónir, hækkunin er 120 prósent. Fjármálaeftirlitið, sem að langstærstum hluta er fjármagnað af fjármálstofnunum, fékk rúman milljarð árið 2008 en 2012 nam upphæðin rúmum 1,8 milljarði króna sem er 69 prósenta hækkun. Hækkunin til Umboðsmanns skuldara sem tók yfir verkefni Ráðgjafastofu heimilanna er langmest. Ráðgjafastofan fékk rúmar 60 milljónir króna frá ríkinu árið 2008 en í lok kjörtímabilsins fékk umboðsmaður skuldara rúman 1,1 milljarð króna, hækkunin er 1707 prósent.Guðlaugur Þór segir að hann vilji draga úr fjárstreymi til eftirlitsstofnana og hann muni leggja áherslu á það innan hagræðingarhópsins. Jafnframt ætli hann að tala fyrir sama máli innan fjárlaganefndar Alþingis og í þinginu. Hann segir að miðað við stærðina á eftirlitsiðnaðinum þá ætti til dæmis bankakerfið að vera fullkomið. Það ætti að vera komin niðurstaða í skuldamál heimilanna en það sé fjarri því að svo sé. Það sé eitthvað að kerfinu því fjármagn í það skorti ekki. Annað sem hann tekur sem dæmi er að þrátt fyrir allt eftirlit hafi fólki verið seldar kjötbökur án kjöts. „Ég vil endurskipuleggja eftirlitsiðnaðinn og ná fram hagræðingu. Við verðum að vernda heilbrigðiskerfið, menntakerfið, félagslega öryggiskerfið og löggæsluna. Um það held ég að við séum öll sammála. Í þessum geirum hefur verið mikill niðurskurður á meðan eftirlitsiðnaðurinn hefur stækkað. Það verður að forgangsraða upp á nýtt,“ segir Guðlaugur Þór. Þegar Guðlaugur er spurður hvaða stofnanir hann vilji endurskipuleggja eða lækka fjárframlög til segist hann að svo komnu máli ekki vilja nefna neina eina, það komi í ljós á síðari stigum. Í niðurskurðarhópi ríkisstjórnarinnar sitja fjórir þingmenn auk embættismanna. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að full samstaða sé innan hópsins um að lækka framlög til eftirlitsstofnana og um að endurskipuleggja einhverjar af þeim eftirlitsstofnunum sem starfa á vegum ríkisins. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Sjá meira
„Að forgangsraða í þágu eftirlitsiðnaðarins er röng forgangsröðun. Forgangsröðunin hjá ríkinu var galin í tíð fyrri ríkisstjórnar.“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og varaformaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Guðlaugur Þór hefur látið taka saman heildarfjárframlög til eftirlitsstofnana ríkisins á síðasta kjörtímabili. Inni í tölunum eru bæði sértekjur viðkomandi stofnunar séu þær til staðar og þeir fjármunir sem hún fær frá ríkinu. Þar kemur fram að eftirlitsstofnanir ríkisins kostuðu 8,5 milljarða króna árið 2008 fjórum árum síðar hafði upphæðin hækkað í rúma 11,6 milljarða, eða um 37 prósent. Af einstökum stofnunum má nefna að útvarpsréttarnefnd sem varð fjölmiðlanefnd fékk 17,5 milljónir í upphafi kjörtímabilsins en í lok þess voru heildarframlögin orðin 38,5 milljónir, hækkunin er 120 prósent. Fjármálaeftirlitið, sem að langstærstum hluta er fjármagnað af fjármálstofnunum, fékk rúman milljarð árið 2008 en 2012 nam upphæðin rúmum 1,8 milljarði króna sem er 69 prósenta hækkun. Hækkunin til Umboðsmanns skuldara sem tók yfir verkefni Ráðgjafastofu heimilanna er langmest. Ráðgjafastofan fékk rúmar 60 milljónir króna frá ríkinu árið 2008 en í lok kjörtímabilsins fékk umboðsmaður skuldara rúman 1,1 milljarð króna, hækkunin er 1707 prósent.Guðlaugur Þór segir að hann vilji draga úr fjárstreymi til eftirlitsstofnana og hann muni leggja áherslu á það innan hagræðingarhópsins. Jafnframt ætli hann að tala fyrir sama máli innan fjárlaganefndar Alþingis og í þinginu. Hann segir að miðað við stærðina á eftirlitsiðnaðinum þá ætti til dæmis bankakerfið að vera fullkomið. Það ætti að vera komin niðurstaða í skuldamál heimilanna en það sé fjarri því að svo sé. Það sé eitthvað að kerfinu því fjármagn í það skorti ekki. Annað sem hann tekur sem dæmi er að þrátt fyrir allt eftirlit hafi fólki verið seldar kjötbökur án kjöts. „Ég vil endurskipuleggja eftirlitsiðnaðinn og ná fram hagræðingu. Við verðum að vernda heilbrigðiskerfið, menntakerfið, félagslega öryggiskerfið og löggæsluna. Um það held ég að við séum öll sammála. Í þessum geirum hefur verið mikill niðurskurður á meðan eftirlitsiðnaðurinn hefur stækkað. Það verður að forgangsraða upp á nýtt,“ segir Guðlaugur Þór. Þegar Guðlaugur er spurður hvaða stofnanir hann vilji endurskipuleggja eða lækka fjárframlög til segist hann að svo komnu máli ekki vilja nefna neina eina, það komi í ljós á síðari stigum. Í niðurskurðarhópi ríkisstjórnarinnar sitja fjórir þingmenn auk embættismanna. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að full samstaða sé innan hópsins um að lækka framlög til eftirlitsstofnana og um að endurskipuleggja einhverjar af þeim eftirlitsstofnunum sem starfa á vegum ríkisins.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Sjá meira