Erlent

Fjöldamorðin tóku 11 mínútur

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar

Lögregluyfirvöld í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum hafa birt þúsundir gagna í tengslum við rannsókn á fjöldamorðinu í Sandy Hook-grunnskólanum í bænum Newtown. Árásin átti sér stað fyrir rétt rúmu ári.



Þá gekk hinn tvítugi Adam Lanza milli kennslustofa og skaut tuttugu börn til bana auk sex skólastarfsmanna. Áður hafði Lanza myrt móður sína.



Gögnin sem lögregla birti í gær varpa nýju ljósi á einkalíf ódæðismannsins en ljóst er að hann þjáðist af geðrænum vandamálum.



Enn fremur hafði Lanza kynnt sér aðferðir fjöldamorðingjanna Eric Harris og Dylan Klebold sem myrtu þrettán í Columbine-grunnskólanum árið 1999.



Jafnframt sýna gögnin fram á að skotárásin í Sandy Hook stóð yfir í ellefu mínútur og að Lanza var einn að verki. Hann svipti sig lífi stuttu áður en lögregla kom á vettvang.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×