Viðskipti innlent

Fengu lögbann á vörumerkið Iceland Glacier

Icelandic Water Holdings framleiðir vatn í verksmiðju fyrirtækisins í landi Hlíðarenda í Ölfusi við Þorlákshöfn.
Icelandic Water Holdings framleiðir vatn í verksmiðju fyrirtækisins í landi Hlíðarenda í Ölfusi við Þorlákshöfn. Mynd/Anton Brink.
Vatnsframleiðslufyrirtækið Icelandic Water Holdings, sem selur vatn undir merkjum Icelandic Glacial, hefur fengið lögbann á notkun fyrirtækisins Iceland Glacier Wonders á vörumerkinu Iceland Glacier. Viðskiptablaðið greinir frá þessu.

Blaðið hefur eftir Jóni Ólafssyni, forstjóra Icelandic Water Holdings, að fyrirtækið hafi áður skoðað að fara í mál við Iceland Glacier Wonders vegna þess hversu lík vörumerki fyrirtækjanna eru.

Iceland Glacier Wonders er að sögn blaðsins í eigu hollenska fjárfestisins Otto Spork. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×