Sport

Martin var niðurlægður á hverjum degi

Jonathan Martin.
Jonathan Martin.
NFL-leikmaðurinn sem varð fyrir einelti og hætti að spila fyrir Miami Dolphins, Jonathan Martin, hefur ekkert tjáð sig síðan hann gekk lét sig hverfa.

Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um málið síðan. Meðal annars hefur verið sýnt fram á að Richie Incognito, liðsfélagi Martin sem hótaði að drepa hann, hafi hagað sér á mjög vafasaman hátt.

Hann hefur þó fengið stuðning einhverra félaga sinna og ekki endilega allir sem standa með Martin í málinu.

Lögmaður Martin steig loks fram á sjónarsviðið í gær og tjáði sig fyrir hönd skjólstæðings síns en hann er í faðmi fjölskyldunnar í Kaliforníu.

"Hversu harður Martin er hefur ekkert með málið að gera. Martin hefur byrjað alla leiki með Dolphins síðan hann kom árið 2012. Hjá Stanford-skólanum var hann lykilmaður hjá hörðu liði Jim Harbaugh og sá um að verja veiku hliðina hjá Andrew Luck," sagði lögmaðurinn.

Hann sagði einnig að málið snérist eingöngu um eineltið í búningsklefa Dolphins sem hefði farið langt út fyrir öll velsæmismörk.

"Martin reyndi að vingast við mennina sem gerðu honum lífið leitt en án árangurs. Ekki bara var gert lítið úr honum á hverjum einasta degi heldur var einnig ráðist á hann í klefanum. Hann var niðurlægður á hverjum degi og það er ekki deilt um þessar staðreyndir."

Lögmaðurinn tiltók síðan að lokum dæmi um það einelti sem Martin mátti þola. Voru það ummæli frá ónefndum liðsfélaga hans.

Þau verða ekki þýdd nákvæmlega hér en fjalla í meginatriðum um hvað viðkomandi leikmaður ætlaði að gera við systur hans. Það var miður fallegt og hefur lítið með almenna stríðni að gera.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×