Körfubolti

Gaupi í verslunarleiðangur með tveimur risum

Stefán Árni Pálsson skrifar

Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, skellti sér í verslunarleiðangur með þeim Ragnari Ágústi Nathanaelssyni og Agli Jónasson á dögunum en þeir tveir eru hávöxnustu menn Íslands, báðir um 218 sentímetrar á hæð.

Markmiðið var að finna fatnað á þá drengi sem reyndist þrautin þyngri en algengt er að sérsauma þurfi föt á þá félagana.

„Þetta er komið í vana og ég er fyrir löngu búinn að sætta mig við það að vera svona stór,“ sagði Ragnar Ágúst Nathanaelsson, í samtali við Gaupa í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni.

Hér að neðan má sjá twitterfærslu frá Ragnari en þeir hittu Hafþór Júlíus, sterkasta mann Íslands, í sömu ferð.




Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.