Lífið

Sónar gefur út stuttmyndir

Sergio Caballero skrifar handrit og leikstýrir stuttmyndum sem hafa getið sér gott orð og eru orðnar eitt af aðalsmerkjum Sónar.

Í dag er alheimsfrumsýning á auglýsingunni fyrir hátíðirnar sem fara fram árið 2014.

Sónar Reykjavík er fyrsta hátíðin til að birta myndbandið.

Um er að ræða 30 sekúndna myndskeið sem eins og áður, er fyrsti hluti sögu sem mun skýrast á næstu mánuðum er nær dregur Sónar Reykjavik 2014. Hátíðin fer fram í Hörpu þann 13. til 15. febrúar næstkomandi.

Meðal listamanna sem koma fram eru Major Lazer, Paul Kalkbrenner, Bonobo, James Holden, Daphny, Kölsch og Starwalker ásamt sextíu öðrum hljómsveitum og listamönnum.

Hægt er að horfa á myndskeiðið hér að neðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×