Sport

Harpa tekur við af Jóni hjá Gerplu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Gerpla.is
Á aðalfundi Gerplu sem fram fór mánudaginn 30. september síðastliðinn urðu formannsskipti hjá félaginu.

Jón Finnbogason, sem verið hefur formaður félagsins undanfarin tíu ár, lét af störfum. Harpa Þorláksdóttir sest í formannsstólinn hjá Kópavogsfélaginu.

Jón, sem er uppalinn í Gerplu og verið með annan fótinn hjá félaginu frá barnæsku, hefur gegnt öllum mögulegum hlutverkum. Fyrst sem iðkandi og keppandi, svo sem þjálfari og síðar stjórnarmaður og formaður. Þá hafa fimm börn hans iðkað íþróttir hjá félaginu.

Jóni er þakkað fyrir vel unnin störf á heimasíðu Gerplu. Umfjöllunina um störf Jóns má sjá hér að neðan:

Jón hefur unnið alveg gífurlega mikið óeigingjarnt starf fyrir félagið á þessum árum. Starfsemi félagsins hefur á gjörbreyst á þessum árum og hefur til að mynda iðkendafjöldi félagsins nánast þrefalldast á þeim árum sem Jón hefur verið formaður félagsins.

Jón hefur mikinn áhuga og þekkingu á fimleikum og fyrirtækjarekstri og hafa þeir þættir verið mjög áberandi í aðkomu Jóns hjá félaginu. Hann hefur stýrt félaginu með sóma og drifkraftur hefur einkennt hans verk.

Félagsmenn Gerplu hafa náð frábærum árangri á innlendum sem erlendum vettvangi á þessum tíma. Við þökkum Jóni kærlega fyrir hans óeigingjarna starf í þágu félagsins en hann mun áfram hafa aðkomu að félaginu þar sem hann mun áfram sitja í stjórn framtíðarsjóðs félagsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×