Innlent

Læknar segja starfsánægju hverfandi

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra tekur hér við undirskriftum lækna erlendis úr hendi Þorbjörns Jónssonar.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra tekur hér við undirskriftum lækna erlendis úr hendi Þorbjörns Jónssonar. Mynd/Læknafélag Íslands

Íslenskir læknar sem búsettir eru erlendis lýsa yfir þungum áhyggjum af ástandi íslenska heilbrgðiskerfisins. Á aðalfundi Læknafélags Íslands í gær afhenti Þorbjörn Jónsson, formaður Íslenska læknafélagsins, Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra yfirlýsingu sem undirrituð er af 141 íslenskum lækni. Læknarnir eru allir búsettir erlendis og er ýmist í sérnámi eða orðnir sérfræðilæknar.

Í yfirlýsingunni er bent á að laun lækna hafi dregist aftur úr launum sambærilegra stétta bæði á almennum vinnumarkaði og hjá ríkinu, segja starfsumhverfi lækna vera óásættanlegt og starfsánægju hverfandi.

Læknarnir óska eftir skýrum línum frá stjórnvöldum hvað varðar þær aðgerðir sem þau hyggjast fara í til bjargar Landspítalanum og íslenska heilbrigðiskerfinu. Fyrir sérfræðilækna erlendis sé afar erfið tilhugsun að snúa heim í þá óvissu sem nú ríki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.