Innlent

Troðfullt í prufum Ísland Got Talent

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Fjölmargir eru nú í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og bíða eftir tækifærinu til að láta ljós sitt skína fyrir framan dómnefnd.
Fjölmargir eru nú í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og bíða eftir tækifærinu til að láta ljós sitt skína fyrir framan dómnefnd.
Áheyrnarprufunum fyrir Ísland Got Talent lýkur í Reykjavík nú um helgina en prufur fara fram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í dag og á morgun.

Prufurnar hófust nú klukkan 10 og að sögn viðstaddra er troðfullt út úr dyrum Fjölbrautaskólans. Í tilkynningu frá Stöð 2 segir að leitað sé að hæfileikaríku fólki á öllum aldri til þess að syngja, dansa, sýna töfrabrögð eða gera það sem heilla mun þjóðina. Besta atriðið hlýtur 10 milljónir króna í verðlaunafé.

Áhugasamir geta enn skráð sig til keppni og nægir að mæta upp í Fjölbrautaskólann og skrá sig á staðnum.

Nánari upplýsingar má finna inn á vefsíðunni stod2.is/talent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×