Innlent

Konur í meirihluta í borgarstjórn

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Hildur mætti með snúða eins og Star Wars prinsessan Leia, á fyrsta borgarstjórnarfundinn sinn.
Hildur mætti með snúða eins og Star Wars prinsessan Leia, á fyrsta borgarstjórnarfundinn sinn.

Konur eru nú í meirihluta í borgarstjórn, eftir að Hildur Sverrisdóttir tók sæti Gísla Marteins Baldurssonar í borgarstjórn.

Konurnar eru nú átta á móti sjö körlum. Það eru þær, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Oddný Sturludóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Eva Einarsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og  Elsa Yeoman.

Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni í dag. Þar segir hún: Mætt á borgarstjórnarfund og var að fatta að með innkomu minni í borgarstjórn eru konur nú meirihluti borgarfulltrúa.“

Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist en á síðu Hildar kom fram að konur voru í meirihluta í borgarstjórn 1994, þegar R-listinn vann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.