Erlent

Ráðast gegn Gullinni dögun eftir morð

Þorgils Jónsson skrifar
Þúsundir Grikkja héldu út á götur borga og bæja í gær til að mótmæla uppgangi öfgaflokka undir slagorðum líkt og Aldrei aftur fasismi. Sums staðar sló í brýnu milli mótmælenda og lögreglu.
Þúsundir Grikkja héldu út á götur borga og bæja í gær til að mótmæla uppgangi öfgaflokka undir slagorðum líkt og Aldrei aftur fasismi. Sums staðar sló í brýnu milli mótmælenda og lögreglu. NordicPhotos/AFP
Forsvarsmenn stjórnarflokkanna í Grikklandi hafa heitið því að grípa til aðgerða gegn öfga-hægriflokknum Gullinni dögun, eftir að maður með tengsl við flokkinn játaði að hafa stungið vinstrisinnaðan aðgerðarsinna til bana í gær. Mótmælagöngur gegn kynþáttahatri og fasisma fóru fram víða um land í gær og sló sumstaðar í brýnu milli mótmælenda og lögreglu.

Mikil reiði braust út eftir að í ljós kom að stuðningsmaður Gullinnar dögunar, flokks sem vændur hefur verið um að vera nýnasistahópur og standa fyrir árásum á innflytjendur, játaði að hafa orðið Pavlos Fissas að bana. Fissas sem rappaði undir listamannsnafninu Killah P deildi meðal annars á kynþáttahatur í textum sínum.



Talsmenn stjórnarflokkanna hafa gagnrýna Gullna dögun harðlega og heitið því að taka á þeim með öllum tiltækum meðulum. Meðal annars sagði aðstoðarforsætisráðherra landsins, Evangelos Venizelos, að héðan í frá skuli líta á Gullna dögun sem glæpasamtök. 

Meðal annars gerði lögregla húsleit á skrifstofum Gullinnar dögunar

Fulltrúar Gullinnar dögunnar hafa hins vegar vísað því á bug að þeir tengist morðinu og sagt ásakanir í þá átt bera vott um ömurlegar tilraunir stjórnarinnar til að nýta harmleik í pólitískum tilgangi og kljúfa grískt þjóðfélag.

Gullin dögun hefur nýlega mælst með þriðja hæsta fylgi allra flokka í Grikklandi. Í þingkosningunum í fyrra hlaut flokkurinn um sjö prósent atkvæða og átján þingmenn af 300 á gríska þinginu. 

NordicPhotos/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×