Innlent

Gæslulvarðhald framlengt yfir Stefáni Loga

Kristján Hjálmarsson skrifar
Stefán Logi var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. október.
Stefán Logi var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. október.
Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í morgun gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Stefáni Loga Sívarssyni til 2. október vegna aðildar að alvarlegum líkamsárásarmálum.

Sérsveit lögreglu handtók Stefán Loga í Miðhúsaskógi í Biskupstungum um miðjan júlí. Hann er grunaður um að hafa, í félagi við aðra, svipt mann frelsi sínu í höfuðborginni og pyntað hann í borginni áður en ekið var með hann á Stokkseyri og honum misþyrmt í íbúðarhúsi þar.

Lögreglan gerði mikla leit á öllu Suðurlandi vegna málsins, setti upp vegartálma, leitaði í bílum og fékk aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar. Sú leit leiddi til þess að tveir menn voru handteknir við Laugarvatn. Stefán sjálfur var svo handtekinn af sérsveit lögreglu.




Tengdar fréttir

Enn einn í varðhald vegna grófra árása

Sjö manns hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á nokkrum hrottafengnum líkamsárásarmálum. Tveimur þeirra hefur verið sleppt. Ekki útilokað að fleiri verði handteknir. Eldfimum vökva var skvett á eitt fórnarlambið og eldur borinn að.

Stefán Logi hefur ekki verið yfirheyrður

Stefán Logi Sívarsson, sem grunaður er um um að hafa í félagi við aðra svipt mann frelsi sínu í höfuðborginni fyrir um tveimur vikum og pyntað, hefur ekki verið yfirheyrður af lögreglu.

Stefán Logi járnaður í Miðhúsaskógi

Stefán Logi Sívarsson var handtekinn við sumarbústað í Miðhúsaskógi fyrir stundu. Sérsveit lögreglu stóð að handtökunni, en fimm lögreglubílar voru á staðnum og viðbúnaður mikill.

"Hefur aldrei komið til Stokkseyrar“

Stefán Logi Sívarsson, sem grunaður er um aðild að líkamsárás og frelsissviptingu ungs manns, var yfirheyrður af lögreglu á laugardag.

Grunaðir um minnst þrjár hrottafengnar líkamsárásir

Stefáni Loga Sívarsson,sem lögregla handtók í Miðhúsaskógi í gær, er meintur höfuðpaur í hrottafengnu líkamsárásarmáli á Stokkseyri. Fjórir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Hópurinn er grunaður um tvær árásir til viðbótar.

Sjónarvottar segja fórnarlambið hafa verið vankað og blóðugt

Fórnarlambið var illa til reika og vankað. Hann var blóðugur, með marga skurði í andliti, bólginn og átti erfitt með að tala og var illskiljanlegur vegna þess hversu bólginn hann var. Einnig hékk laus flipi úr neðri vör mannsins á stærð við tíu krónu pening.hvern tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×