Innlent

Ösla drulluna

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Mýrarboltinn á Ísafirði er orðin ein stærsta útihátíð landsins. Þar keppa lið í fótbolta - í gjarnan hnéhárri drullu. Ljósmyndari 365, Rósa Jóhannsdóttir, var á staðnum og náði skemmtilegum myndum af drullusvaðinu.

Ekki væsti um þessi ungmenni þó svo að drullan næði þeim að eyrum.

Keppendur verða bókstaflega drullugir frá toppi til táar, og eru það engar ýkjur.

Mörg liðanna stamstilla sig um að vera íklædd búningum.

Eftir drullusvaðið er gott að geta skolað af sér í tærum læk. Fleiri myndir má nálgast í myndasafninu hér að ofan.

Sundtökin eru ekki létt í drullusvaði.Rósa Jóhannsdóttir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×