Innlent

Íslendingar níunda hamingjusamasta þjóðin

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Íslendingar eru í níunda sæti á lista OECD yfir hamingjusömustu þjóðirnar. Árið 2009 tróndi Ísland á toppi listans.
Íslendingar eru í níunda sæti á lista OECD yfir hamingjusömustu þjóðirnar. Árið 2009 tróndi Ísland á toppi listans. MYND/GETTY

Samkvæmt nýjustu tölum OECD Better Life Index eru Íslendingar níunda hamingjusamasta þjóð í heimi. Ástralir hrepptu fyrsta sætið þriðja árið í röð en fast á hæla þeirra komu Svíþjóð og Kanada.


Lífsgæðakönnun OECD er gerð í 36 löndum sem flokkast undir þróuð iðnríki. Í könnuninni er meðal annars tekið tillit til menntunar, tekna, starfa, öryggis, heilsufars og dánaraldurs.


Árið 2009 tróndu Íslendingar á toppi listans en eru nú óhamingjusamari en nágrannalöndin Svíþjóð, Noregur og Danmörk. Á vef OECD kemur fram að Íslendingar séu langt yfir meðallagi hamingjusamir, þeir vinna færri tíma á ári en flestar aðrar þjóðir og lífslíkur þeirra eru jafn háar og Ástrala, eða 82 ár. Samkvæmt OECD eru 87% Íslendinga eru almennt jákvæðir og ánægðir með líf sín. Aftur á móti er tekið fram að eru árstekjur Íslendinga séu undir meðaltali miðað við hin OECD löndin.


Hægt er að lesa meira um hamingjustuðul Íslendinga á vefsíðu OECD.

 

Topp tíu löndin á lista OECD eru:

Ástralía
Svíþjóð
Kanada
Noregur
Sviss
Bandaríkin
Danmörk
Holland
Ísland
BretlandAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.