Fótbolti

Aron ekki í bandaríska hópnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron og félagar í AZ Alkmaar fagna bikarmeistaratitlinum á dögunum.
Aron og félagar í AZ Alkmaar fagna bikarmeistaratitlinum á dögunum. Nordicphotos/Getty

Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Belgum í vináttulandsleik í Cleveland annað kvöld. Aron Jóhannsson er ekki í hóp Bandaríkjanna.

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu karla, tilkynnti í dag 22 manna hóp fyrir leikinn gegn Slóveníu í undankeppni HM 2014 þann 7. júní. Aron Jóhannsson var ekki í íslenska hópnum og staðfesti Svíinn að framherjinn hefði ekki gefið kost á sér.

Aron hefur einnig möguleika á að leika með bandaríska landsliðinu. Foreldrar hans eru íslenskir en Aron fæddist í Bandaríkjunum og bjó þar til þriggja ára aldurs. Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, hefur lýst yfir áhuga á að fá Aron í landslið sitt. Hann var þó ekki einn fimm framherja sem Klinsmann valdi í hóp sinn á dögunum fyrir æfingaleiki gegn Belgíu á fimmtudaginn og Þýskalandi á sunnudag.

Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir landsleik gegn Jamaíka, Panama og Hondúras í undankeppni HM 7., 11., og 18. júní.

Bandaríska hópinn má sjá hér að neðan.

Markverðir:

Brad Guzan (Aston Villa), Tim Howard (Everton), Sean Johnson (Chicago Fire)

Varnarmenn:

DaMarcus Beasley (Puebla), Matt Besler (Sporting Kansas City), Geoff Cameron (Stoke City), Omar Gonzalez (LA Galaxy), Clarence Goodson (Brondby), Michael Parkhurst (Augsburg)

Miðjumenn:

Brad Davis (Houston Dynamo), Brad Evans (Seattle Sounders FC), Stuart Holden (Bolton), Jermaine Jones (Schalke), Sacha Kljestan (Anderlecht), Graham Zusi (Sporting Kansas City)

Framherjar:

Jozy Altidore (AZ Alkmaar), Terrence Boyd (Rapid Vienna), Clint Dempsey (Tottenham Hotspur), Herculez Gomez (Santos), Eddie Johnson (Seattle Sounders FC)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×