Innlent

Stuð á Twitter í kvöld

Það má búast við mikilli stemmingu um allt land í kvöld enda kosninganótt framundan og kosningavökur haldnar víða. Vísir verður að sjálfsögðu með puttann á púlsinum, með nýjustu tölur, viðbrögð frá frambjóðendum og þar fram eftir götunum.

Twitter-síða Vísis verður í fullu fjöri, þar sem greint verður frá öllum nýjustu upplýsingum í kosningunum. Þeir notendur Twitter sem verða í gleðskap, heima í stofu eða hafa aðrar skoðanir á kosningunum eru beðnir um að nota „hash-taggið“ #kosningar.

Við á Vísi fylgjum með og „re-tweetum“ skemmtilegum molum sem varða kosningarnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×