Innlent

Þrír starfsmenn Arion í leyfi vegna ákæra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Arion banka, er farin í leyfi eftir að sérstakur saksóknari gaf út ákæru.
Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Arion banka, er farin í leyfi eftir að sérstakur saksóknari gaf út ákæru.
Þrír af þeim níu, sem sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur vegna Kaupþingsmálsins, starfa enn hjá Arion banka. Þeir hafa verið sendir í leyfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Einn þessara manna er Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Arion banka. Allir þessi starfsmenn hafa farið í leyfi frá störfum sínum fyrir bankann.

Eins og fram hefur komið í dag voru níu manns ákærðir af sérstökum saksóknara vegna aðildar að allsherjarmarkaðsmisnotkun Kaupþings banka með hlutabréf í sjálfum sér. Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að um er að ræða stærsta mál sinnar tegundar sem ákært hefur verið fyrir í heiminum og langumfangsmesta mál sem embætti sérstaks saksóknara hefur sent frá sér.

Helstu stjórnendur Kaupþings fyrir hrun, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, eru á meðal hinna ákærðu.

Uppfært: 19:20

Hér fyrir neðan má sjá þá níu fyrrum starfsmenn Kaupþings sem hafa verið ákærðir.

Sigurður Einarsson, stjórnarformaður

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri samstæðu Kaupþings

Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi

Magnús Guðmundsson, yfirmaður Kaupþings í Lúxemborg

Bjarki Diego, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans

Björk Þórarinsdóttir, sat í lánanefnd bankans og starfaði á fyrirtækjasviði

Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta

Birnir Sær Björnsson, verðbréfasali eigin viðskipta

Pétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali eigin viðskipta

Ásamt Björk, hafa þeir Birnir Sær og Pétur Kristinn verið sendir í leyfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×