Lífið

Tengslanet kvenna mikilvægt

Ellý Ármanns skrifar
Hulda Bjarnadóttir framkvæmdastjóri og Hafdís Jónsdóttir formaður FKA, sem er félag kvenna í atvinnulífinu, segja frá starfsemi félagsins í meðfylgjandi myndskeiði á árlegri þakkarhátíð sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur síðdegis í gær þegar FKA afhenti félagskonum viðurkenningar að viðstöddum fjölda þeirra karla og kvenna sem standa í framlínu íslensks viðskipta- og atvinnulífs.

Smelltu á linkinn hér að ofan til að sjá myndskeiðið.

FKA viðurkenninguna 2013 hlaut Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, stjórnarformaður N1, formaður Félags atvinnurekenda og forseti ESTA (European Surgical Trade Association); evrópskra samtaka dreifingarfyrirtækja á sviði hjúkrunarvara.

Hvatningarviðurkenningu FKA hlutu þær Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir – eigendur Tulipop. Sjá viðtal við Signý og Helgu hér.

Þakkarviðurkenningu FKA hlaut Guðrún Lárusdóttir í Stálskipum.

Gæfusporið 2012 hlutu SVÞ; Samtök verslunar og þjónustu og veitti formaður Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ viðurkenningunni viðtöku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×