Lífið

Mikilvægt að sinna kvenleiðtogum á Íslandi

Ellý Ármanns skrifar
Katrín Júlíusdóttir fjármála- og efnahagsráðherra mætti í Ráðhús Reykjavíkur á árlegan viðburð á vegum FKA; Félag kvenna í atvinnulífinu þar sem hún afhenti viðurkenningar félagsins að viðstöddum fjölda þeirra karla og kvenna sem standa í framlínu íslensks viðskipta- og atvinnulífs.

Lífið ræddi stuttlega við Katrínu sem var félagi í FKA þegar hún rak barnafataverslanir og með eigin innflutning á síðustu öld.

"Það er svo mikilvægt líka þegar þú ert ungur og ert í svona rekstri að fá að drekka af reynslu annarra kvenna," sagði Katrín.

Katrín ræðir einnig um mikilvægi þess að halda vel utan um og sinna kvenleiðtogum í íslensku samfélagi í meðfylgjandi myndskeiði.

Tenglsanet kvenna mikilvægt.

Heimsyfirráð - Tulipop hönnuðir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×