Lífið

Þung lóð virka vel

Karen Lind mastersnemi í mannauðsstjórnun, sem heldur úti bloggi á vefsvæðinu m-x-k.com deildi reynslu sinni af þungum lóðum í kjölfar umræðu hér á Visi eftir að grein Sævars Borgarssonar var birt. Karen segist hafa góða reynslu af að lyfta lóðum.

Hér má lesa hluta úr pistlinum hennar:

Í byrjun árs 2011 ákvað ég að breyta um "lífstíl" í ræktinni. Ég hef alltaf hreyft mig jafnt og þétt frá því í æsku. Sundið átti mig alla frá 5-16 ára aldurs. Út af sundinu þekki ég hvernig það er að hafa blóðbragð í munninum vegna áreynslu. Þau ár eftir að ég hætti í sundinu fram til ársins 2011 reyndi ég nánast aldrei svo mikið á mig. Ég fór bara og æfði, og var góð á því – en á sama tíma skildi ég ekkert í því hve litlum árangri ég náði.

Fyrir tveimur árum var ég komin með nóg af þessu dúlleríi, ég var í engu formi þrátt fyrir að fara í ræktina á hverjum degi. Hljómar mótsagnakennt en ég er fullviss um að mörg ykkar hafa upplifað þetta.

Ég er að tala um að ég gat ekki lengur gert venjulegar armbeygjur, upphýfingar, tekið miklar þyngdir, hlaupið á miklum hraða upp halla og svo framvegis einfaldlega því ég var ekki að reyna nógu mikið á mig.

Stelpur eru oft hræddar við að lyfta þungt – ég var jú líka í þeim sporum en þung lóð er það sem virkar vel.

Karen skrifar skemmtilega pistla á vefsvæðið m-x-k.com.
Hér má lesa pistil Karenar í heild sinni.

Sævar Ingi Borgarsson einkaþjálfari í Sporthúsinu skrifaði pistil á Lífinu sem lesa má hér um þung lóð. Hann heldur úti síðunni: Saevaringi.wordpress.com.

"Fyrir tveimur árum var ég komin með nóg af þessu dúlleríi, ég var í engu formi þrátt fyrir að fara í ræktina á hverjum degi," skrifar Karen.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×