Erlent

Súkkulaði örvar heilastarfsemi

Gáfumeðal
Súkkulaði
Gáfumeðal Súkkulaði
Franz Messerli, sérfræðingur í hjartasjúkdómum og kennari við Columbia háskóla, ritaði grein í læknaritið New England Journal of Medicine þar sem hann heldur því fram að súkkulaðiát auki líkur manna á því að hreppa Nóbelsverðlaun.

Undanfari rannsóknar Messerli er sá að hann hafði lesið greinar um heilnæm áhrif kakós og vöktu þær forvitni Messerli sem ákvað að leggjast í frekari rannsóknir í kjölfarið. Ein rannsókn sýndi fram á að kakó drægi úr vitglöpum gamals fólks og hefði örvandi áhrif á heilann. Messerli ákvað að kanna hlutfallið á milli súkkulaðiáts þjóða og fjölda Nóbelsverðlauna þeirra og komu niðurstöðurnar töluvert á óvart.

?Þegar þessir tveir þættir eru settir í samhengi, súkkulaðiát og fjöldi Nóbelsverðlauna miðað við höfðatölu, eru ótrúleg tengsl þar á milli,? sagði Messerli um rannsóknina.

Svisslendingar borðuðu bæði mest af súkkulaði og höfðu hlotið flest Nóbelsverðlaun miðað við höfðatölu. Eitt frávik mátti þó finna, og var það Svíþjóð. Messerli kann þó skýringu á því: ?Nóbelsverðlaunum er úthlutað í Svíþjóð og því mögulegt að það hafi áhrif á úthlutanir. Hinn möguleikinn er sá að Svíar séu næmari en aðrir og því þurfi minna súkkulaði til að örva heilastarfsemi þeirra.? - sm




Fleiri fréttir

Sjá meira


×