Lífið

Útvaldir í Monotown-partíi

Börkur Hrafn Birgisson og Daði Birgisson
Börkur Hrafn Birgisson og Daði Birgisson
Útvaldir í Monotown-partíiHljómsveitin Monotown, sem skipuð er handboltakappanum fyrrverandi Bjarka Sigurðssyni, þekktum sem B. Sig, og bræðrunum Berki og Daða Birgissonum úr Jagúar, hélt upphitunartónleika fyrir Airwaves á Kex hosteli í fyrrakvöld. Þetta var í fyrsta sinn sem þremenningarnir spila saman opinberlega í áraraðir.

Þeir senda frá sér plötu eftir áramót og eftirvæntingin er vægast sagt mikil, enda liggur fáheyrð vinna að baki henni. Með þremenningunum léku trommarinn Magnús Trygvason Eliassen úr Moses Hightower og Guðmundur Óskar Guðmundsson úr Hjaltalín.

Meðal útvalinna sem fengu að hlýða á dýrðina voru Finnur Árnason, forstjóri Haga, íþróttafréttamaðurinn Hjörtur Hjartarson og knattspyrnuþjálfarinn Gunnlaugur Jónsson, Dóri DNA og Bergur Ebbi úr Mið-Íslandi og söngkonan Kristjana Stefánsdóttir. - sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×